Saturday, September 25, 2010

Lopapeysa á mig :D





Á leiðinni vestur á Strandir í sumar, byrjaði ég að prjóna peysu á mig, já þið heyrðuð rétt... á mig :D Á myndinni hér fyrir ofan má sjá mig í einu stoppinu, við Reyðarhólma í Hrútafirði.

Ég prjónaði og prjónaði á leiðinni, sá mest lítið af leiðinni ef satt skal segja, sérstaklega á Ströndum því ég er lofthrædd og þá kom sér bara vel að geta rýnt í prjónlesið þegar ekið var eftir verstu köflunum.