Monday, July 26, 2010

Hekluð hundapeysa



Heklaði þessa úr x2 léttlopa, handa hvolpnum hans Leifs bróðurs, á efri myndinni sést hvernig ég breytti uppskriftinni, en í upprunalegu uppskriftinni var brjóstið opið, gerði "lúgu" á peysuna svo greyinu yrði nú ekki kalt á bringunni. Einnig lengdi ég peysuna yfir bakið. Ætlaði að setja link á uppskriftina en svo finn ég hana ekki aftur.

Stórstirni, Lopi 29


Prjónaði þessa á Steina :D Vannst mjög fljótt, prjónuð úr Bulky lopa á prjóna #9 og #10