Friday, January 22, 2010

Jæja fyrsta montið :D






















Ég var víst búin að segja að þetta væri blogg fyrir hekl og útsaum... en so what... ég tók mig til skömmu fyrir jól og lærði að prjóna ;) og gaf meira að segja 2 prjónaðar jólagjafir, önnur var þæfður vínflöskupoki sem ég gleymdi að taka mynd af og hin var cozy utan um pressukönnu og að sjálfsögðu gleymdi ég líka að taka mynd af henni. En svo núna eftir áramót þá ákvað ég að gera lopapeysu á hana Signýju Maríu dóttur mína, hana kláraði ég í kvöld og ákvað að skella inn fyrstu myndinni :)
Peysan er blaut þarna og á ég eftir að setja tölur í hana, gæti meira að segja farið svo að ég myndi búa þær til sjálf bara ;)