Jæja, fyrst ég er alltaf að gera eitthvað í höndunum datt mér í hug að setja upp síðu þar sem ég get sýnt það sem ég er að gera, (lesist sem montað mig af ). Eitthvað verður þó lítið um eigin hönnun allavega til að byrja með. Ef ég hef fundið uppskriftina á netinu þá læt ég hana fylgja með þannig að þið getið, ef þið viljið, gert hana líka :D
Vonandi verður þessi síða stór og flott hjá mér og ég bæti inn myndum eftir hvert verkefni og vonandi fer ég nú að læra að gera eitthvað meira en bara hekla og sauma út. Það er allavega á dagskránni eftir áramót að læra að prjóna, svo hef ég eitthvað verið að sanka að mér bútasaumsdóti og eitthvað dundað mér við það :D
Endilega skiljið eftir gagnrýni á hlutina mína, þó vil ég ekki sjá eitthvað eins og "þetta er ljótt" Ef þér finnst hluturinn minn ljótur þá skaltu segja mér afhverju hann er ljótur og hvað mætti betur fara næst :D